Halldór Jóhannsson undirritaði samninginn fyrir hönd KEA, Sigfús Helgason fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Halldór segir að hér sé um að ræða framhald á þeim stuðningi sem KEA hafi veitt félögunum á undanförnum árum, KEA sé ákaflega stolt af því að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf á félagssvæðinu. Sigfús og Hrefna segja að styrktarsamningurinn við KEA sé mjög mikilvægur fyrir íþróttafélögin og efli verulega íþrótta- og æskulýðsstarf á Akureyri. Virkir íþróttaiðkendur hjá Þór og KA eru hátt í tvö þúsund talsins.