Tækið er af gerðini Siemens S-2000 og í hópi fullkomnustu og bestu ómskoðunartækja sem fáanleg eru í heiminum í dag. Að sögn Arnar Orra Einarssonar forstöðulæknis myndgreiningardeildar, gera myndgæði tækisins ásamt einfaldari og hraðari myndvinnslu það að verkum að allar æðarannsóknir verða einfaldari og mun auðveldara er að framkvæma ástungur og önnur inngrip, sem hraða greiningu sjúkdóma og veita sjúklingum meira öryggi.
Halldór Jóhannsson sagði það von KEA að gjöfin komi að góðum notum og nafni hans Jónsson forstjóri FSA, þakkaði forsvarsmönnum KEA þann hlýhug sem félagið hefur sýnt sjúkrahúsinu með góðum gjöfum sem nýst hafa til tækjakaupa.