KEA flygillinn kominn í hús

Nú skömmu fyrir hádegi kom í hús Bösendorfer flygillinn sem KEA keypti til að hafa í menningarhúsinu Hofi. Það var sérhæft flutningalið sem kom með flygilinn sem pakkað hafði verið inn samkvæmt kúnstarinnar reglum. Í umbúðunum eru innbyggðar höggvarnir og mæligræjur auk þess sem búnaður er þar sem passar upp á rakastigið. Full ástæða er líka til að svo sé því hér er um 16 milljón króna hljóðfæri að ræða og verður annar af tveimur aðal flyglum hússins, hinn verður Ingimarsflygillinn svokallaði, sem keyptur var á sínum tíma fyrir söfnunarfé í minningu Ingimars Eydal.

Nýjast