Eftirfarandi tillaga var lögð fram af fulltrúum F-listans: "Fulltrúar F-listans telja að hafna beri erindi Funa um lán til kaupa á hlut Léttis í Melgerðismelum þar sem þeir telja ekki forsvaranlegt að hluti lánsins verði nýttur til að greiða upp eldri skuldir félagsins eins og bókun félagsfundar Funa gerir ráð fyrir. F-listinn telur hinsvegar mikilvægt að efla starfsemi Funa og leggja því til að Eyjafjarðarsveit kaupi hlut Léttis í Melgerðismelum í samræmi við kauptilboð sem liggur fyrir milli félaganna."
Tillagan var felld með 4 atkvæðum fulltrúa H-listans og óskuðu þeir að eftirfarandi yrði bókað: "Fulltrúar H-listans telja ekki fært að styðja tillögu F-listans um að kaupa hlut Léttis í mannvirkjum á Melgerðirsmelum á kr. 6.000.000- þar sem þeir telja að óbreytt ástand hamli ekki þeirri starfsemi sem nú þegar fer fram á Melgerðismelum og breyti engu um skuldavanda félagsins."