KA/Þór hætt við þátttöku í N1-deild kvenna í vetur

KA/Þór mun ekki senda lið til leiks í efstu deild kvenna í handbolta í vetur og mun þess í stað leika í 2. deild. Þetta staðfestir Erlingur Kristjánsson formaður félagsins í samtali við Vikudag nú í morgun. Ástæðuna segir Erlingur vera að sex af sjö byrjunarliðsmönnum KA/Þórs frá síðastliðnum vetri, hafi ákveðið að vera ekki með liðinu í vetur.

Þessar sex eru Martha Hermannsdóttir, Unnur Ómarsdóttir, Emma Sardarsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Selma Sigurðardóttir og Inga Dís Sigurðardóttir. Áætlað var að fá erlenda leikmenn til liðsins en ekkert varð úr því.

Nýjast