KA/Þór mun ekki senda lið til leiks í efstu deild kvenna í handbolta í vetur og mun þess í stað leika í 2. deild. Þetta staðfestir Erlingur Kristjánsson formaður félagsins í samtali við Vikudag nú í morgun. Ástæðuna segir Erlingur vera að sex af sjö byrjunarliðsmönnum KA/Þórs frá síðastliðnum vetri, hafi ákveðið að vera ekki með liðinu í vetur.
Þessar sex eru Martha Hermannsdóttir, Unnur Ómarsdóttir, Emma Sardarsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Selma Sigurðardóttir og Inga Dís Sigurðardóttir. Áætlað var að fá erlenda leikmenn til liðsins en ekkert varð úr því.