Karlmaður í haldi lögreglu vegna líkamsárásar

Karlmaður, sem réðst á annan mann í fjölbýlishúsi við Tjarnarlund á Akureyri í gærmorgun, er enn í haldi lögreglunnar á Akureyri og verður yfirheyrður með morgninum. Sá er fyrir árásinni varð þurfti að leita læknishjálpar á sjúkrahúsinu eftir árásina, en er ekki alvarlega slasaður.  

Árásarmaðurinn var ekki viðræðuhæfur vegna annarslegs ástands í gær, en félaga hans var sleppt að yfirheyrslum yfir honum loknum. Í fljótu bragði virðist sem árásin hafi verið tilefnislausog tilviljun ráðið á hvern var ráðist, segir á visir.is.

Nýjast