Kannabisefni fundust við húsleit

Laust fyrir klukkan níu í gærmorgun handtók lögreglan á Akureyri karlmann á þrítugsaldri grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldi af því var gerð húsleit á heimili mannsins þar sem fundust rúmlega 250 grömm af kannabisefnum. Ljóst er að upphaflega höfðu efnin verið ætluð til sölu á Akureyri. Við rannsókn málsins var annar karlmaður handtekinn en báðum aðilum var sleppt að yfirheyrslum loknum og telst málið upplýst.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímsvarann 800-5005 þar sem hægt er að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Nýjast