Kammerkór Akraness á sumartónleikum

 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir í júlímánuði og er þetta í 24. skipti sem tónleikaröðin fer fram. Tónleikarnir skipa mikilvægan sess í menningarlífi Akureyrar og hefst tónleikaröðin að þessu sinni með tónleikum Kammerkórs Akraness undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Kammerkór Akraness var stofnaður í ársbyrjun 2004 og eru flestir meðlimir einnig félagar í Kór Akraneskirkju.

Kórinn hefur ekki fasta æfingatíma en kemur saman reglulega og vinnur þá að ákveðnum verkefnum. Kórinn hefur sungið við helgihald í Akraneskirkju og á Hólahátíð, auk þess sem hann hefur komið fram á tónleikum víða um land.  Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni nú í júlí eru m.a. með Ulrike Northoff orgelleikara, Ellen Kristjánsdóttur og Eyþóri Gunnarssyni og loks með Eydísi Fransdóttir óbóleikara og Sigrúnu Magneu Þórsteinsdóttur orgelleikara.  Allir tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og eru ókeypis.

Nýjast