„Kærkomin viðbót”

Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar bættist nýverið við Flugsafn Akureyrar þar sem búið er að leggja vélinni frá björgunarstörfum. Gestur Einar Jónatansson, starfsmaður flugsafnsins, er ánægður með þessa viðbót. 

„ Þetta er yndisleg og kærkominn viðbót á safnið. Eftir því sem ég best veit verður henni ekki flogið meira, hún bilað svolítið um daginn og svo eru komnir tímar á allskonar viðgerðir og athuganir sem verður örugglega ekkert farið í, þannig að hún lenti bara hérna hjá okkur þar sem að fer vel um hana,” segir  Gestur, sem á allt eins og von á því að flugvélin verði þarna áfram um komandi framtíð en það eigi þó eftir að koma í ljós.

Nýjast