Fyrri hluti Íslandsmóts yngri flokka í blaki fór fram í KA-heimilinu um sl. helgi þar sem um 250 krakkar tóku þátt. Keppt var í 4. og 5. flokki í bæði drengja-og stúlknaflokki og voru alls 45 lið skráð til leiks. Heimamenn í KA unnu ein gullverðlaun en piltarnir í 4. flokki höfnuðu í fyrsta sæti í 6. deild.