Lið Fjölnis er því enn í toppbaráttunni, með 31 stig í 4. sæti en KA er sem fyrr með 23 stig í 7. sæti. Þá vann Magni góðan sigur á Hugin á Grenivík í dag í D-riðli 3. deildar í knattspyrnu, lokatölur 5-2. Ibra Jagne gerði þrennu fyrir Magna en þeir Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Aron Egill Hallsson gerðu hin tvö mörk heimamanna. Magni fer í úrslitakeppnina ásamt Dalvík/Reyni, sem vann riðlinn með 31 stig. Magni varð í 2. sæti riðilsins með 25 stig.