Fjarðabyggð lagði KA að velli 1:0 í á Eskifjarðarvelli í kvöld á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. Það var Aron Már Smárason sem skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu. Eftir sex umferðir hafa bæði KA og Fjarðabyggð sex stig í deildinni, KA í sjöunda sæti en Fjarðabyggð í því níunda.