Í síðari hálfleik áttu víkingar nokkrar hættulegar sóknir sem allar strönduðu á Matus Sandor sem var frábær í leiknum. Lokatölur 1-0 fyrir KA.
Þórsarar héldu suður á Reykjanes og öttu kappi við Njarðvíkinga sem fyrir leikinn voru fallnir í 2.deild. Fyrri hálfleikur var sæmilegur hjá Þór en staðan eftir hann var 1-1 þar sem Alexandar Linta skoraði mark Norðanmanna. Síðari hálfleikur var hins vegar arfaslakur af þeirra hálfu og skoruðu Njarðvíkingar tvö mörk án svars frá Þór og lokatölur því 3-1.