KA semur við þrjá unga leikmenn

Knattspyrnulið KA hefur samið við þrjá unga leikmenn fyrir átökin í 1. deild karla næsta sumar. Þetta eru þeir Jón Heiðar Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson og Víkingur Hauksson. Allir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning við félagið.

 

Jón Heiðar og Ívar eru báðir 19 ára að aldri en Víkingur er tvítugur. Allir hafa þeir leikið með yngri flokkum KA og voru þeir Jón Heiðar og Ívar í Íslandsmeistaraliði KA í 3. flokki árið 2007.

Nýjast