KA sækir úrvalsdeildarlið Grindavíkur heim í kvöld er liðin mætast kl. 17:30 á Grindavíkurvelli í 16- liða úrslitum VISA- bikarkeppni karla. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi- deildinni og sitja í næstneðsta sæti deildarinnar. KA situr um miðja deild í 1. deildinni.
„Það getur allt gerst ef við náum góðum leik í kvöld,” segir Andri Fannar Stefánsson leikmaður KA, en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.