Akureyrarfélögin KA og Þór hafa gert nýjan samsstarfsamning til næstu tíu ára um reksturinn á sameiginlegu liði félaganna í handknattleik karla undir nafninu Akureyri Handboltafélag. Félagið er á sínu fimmta starfsári en KA og Þór gerðu á sínum tíma fimm ára samstarfssamning sem rennur út í vor.
Samstarfið nær til meistaraflokks og 2. flokks og það voru formenn félaganna, Sigfús Ólafur Helgason hjá Þór og Hrefna G. Torfadóttir hjá KA, sem innsigluðu samningin í gær fyrir leik Akureyrar og Selfoss í N1-deildinni.