KA og Þór verða bæði í eldlínunni í kvöld þegar 14. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu fer af stað, en hart er barist á toppi og botni deildarinnar. KA fær ÍR í heimsókn á Akureyrararvöll og hefst leikurinn kl. 19:00. KA hefur 13 stig í níunda sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti en ÍR- ingar hafa 23 stig í fjórða sæti deildarinnar. Bæði lið þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda, KA í botnbaráttunni og ÍR í toppbaráttunni.
Á Njarðtaksvelli sækir Þór botnlið Njarðvíkur heim og hefst sá leikur kl. 20:00. Þór situr í öðru sæti deildarinnar með 25 stig, fjórtán stigum meira en botnlið Njarðvíkur sem hefur 11 stig.