Á Valbjarnarvelli gerðu Þróttur R. og Þór einnig jafntefli en þar urðu lokatölur 1:1. Dusan Ivkovic skoraði mark Þróttar en Atli Sigurjónsson jafnaði fyrir Þór. Þá gerðu Víkingur R. og Leiknir R. einnig jafntefli í sínum leikjum og því er staða þriggja efstu liðanna óbreytt eftir leiki kvöldsins. Víkingur gerði 1:1 jafntefli við ÍA á Skaganum og Leiknir R. og Grótta gerðu markalaust jafntefli á Gróttuvelli.
Víkingur situr því áfram á toppi deildarinnar með 35 stig, Leiknir er í öðru sæti með 33 stig og Þór í því þriðja með 31 stig. KA hefur 23 stig í sjötta sætinu.