„Hann er allur að koma til. Það var skipt um 40 prósent af grasinu á vellinum og þessi viðgerð er að verða þokkaleg þó að ég hefði viljað sjá hana örlítið betri, en þetta var stór framkvæmd og þetta tekur bara tíma. Völlurinn verður orðinn frábær í júlí,” segir Tryggvi. Einnig hafa framkvæmdir verið á áhorfendastúkunni og er reiknað með að framkvæmdum sem eiga að klárast þar í sumar ljúki um mánaðarmótin, en haldi svo áfram í haust.
Þá verður farið í að gera upp búningsaðstöðuna í haust og taka neðri hæðina í gegn. „Svo er aðalbreyting sú að nú er búið að tyrfa fyrir aftan markið norðanmegin og það er verið að eyða frjálsíþróttavellinum,” segir Tryggvi.