KA krækti í gullverðlaun á Pæjumóti

Hið árlega Pæjumót TM var haldið á Siglufirði sl. helgi þar sem 18 félög sendu lið til þátttöku. Á mótinu voru stúlkur í aðalhlutverki en keppt var í 4., 5., 6. og 7. flokki. KA og Þór áttu bæði lið á mótinu og ber helst að nefna að KA vann til gullverðlauna í 5. flokki A- liða. Það var hins vegar lið Víkings sem var sigursælast á mótinu en félagið vann alls fimm gullverðlaun.  

Einnig voru KA og Þór í eldlínunni á Króksmótinu á Sauðárkróki og Olísmótinu á Selfossi um síðastliðna helgi og verður því gert skil í Vikudegi á morgun, fimmtudag.

Nýjast