KA komið á toppinn á Íslandsmótinu í blaki

KA er komið á toppinn í 1. deild karla á Íslandsmótinu í blaki eftir 3:1 sigur gegn Fylki í gær. KA hafði einnig betur gegn HK, 3:1, sl. laugardag og því var helgin afar góð fyrir þá gulklæddu.

 

KA hefur 14 stig á toppi deildarinnar, líkt og Stjarnan en norðanmenn hafa betra hlutfall og verma því toppsætið.

Kvennalið KA keppti einnig tvo leiki um helgina. Liðið tapaði 0:3 gegn HK á föstudaginn var en vann Ýmir 3:0 sl. laugardag. KA hefur átta stig í þriðja sæti deildarinnar.

Nánar verður fjallað um Íslandsmótið í blaki í Vikudegi nk. fimmtudag.

Nýjast