KA áfram í 8- liða úrslit VISA- bikarkeppninnar

KA komst í kvöld áfram í 8- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu, er liðið sigraði Grindavík á Grindavíkurvelli í 16- liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni og bráðabana. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. David Disztl kom KA yfir úr vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik en Grétar Hjartarsson jafnaði metin fyrir Grindvíkinga í síðari hálfleik og staðan jöfn eftir venjulegan leiktíma. Ekkert mark var skoraði í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem KA hafði betur og tryggði sér sæti í 8- liða úrslitum keppninnar.

Nýjast