Júnímánuður sá sjöundi hlýjasti frá upphafi mælinga

Nýliðinn júní hefur verið einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga víðast hvar um landið. Meðalhitinn á Akureyri í mánuðinum var 11,2 gráður og er það 2,1 stig yfir meðaltali. Þetta mun vera sjöundi hlýjasti júnímánuður á Akureyri síðan mælingar hófust haustið 1881. Sólardagarnir hafa verið margir hér Norðanlands og mældust sólskinsstundirnar 256, sem er 79 umfram meðalag. Þá voru rigningardagarnir afar fáir á Akureyri og úrkoman mældist einungis 2 mm, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Nýjast