Íslandsmótið í torfæru kláraðist um sl. helgi en lokatorfæran fór fram á Stapanum á Suðurnesjunum. Meðlimir Bílalkúbbs Akureyrar geta verið sáttir við sinn árangur í sumar en keppendur BA röðuðu sér í þrjú efstu sætin í báðum flokkum.
Í flokki sérútbúinna bíla sigraði Jón Örn Ingileifsson með 54 stig, Hafsteinn Þorvaldsson varð í öðru sæti með 40 stig og í þriðja sæti Jóhann Rúnarsson með 30 stig. Í flokki götubíla sigraði Haukur Þorvaldsson með 48 stig, í öðru sæti hafnaði Steingrímur Bjarnason með 42 stig og í þriðja sæti varð Stefán Bjarnhéðinssn með 32 stig.