Jón Örn Ingileifsson, frá Bílaklúbbi Akureyrar, verður meðal þriggja keppenda frá Íslandi sem tekur þátt í þriðju og fjórðu umferð FIA/NEZ torfærunnar, sem fram fer í Danmörku um helgina dagana 12. og 13. júní.
Jón Örn er efstur á mótinu eftir fyrstu tvær umferðirnar. Ásamt Jóni Erni verða þeir Ólafur Bragi Jónsson og Bjarki Reynisson meðal íslenskra keppenda.