01. desember, 2010 - 11:37
Föstudaginn 3. desember nk. verður haldinn jólamarkaður og opið hús í möguleikamiðstöðinni Rósenborg á Akureyri.
Húsið verður opið frá kl. 14:00 til 18:00. Margt forvitnilegt verður að sjá þennan dag s.s. falleg handverk, portrett sýningu,
andlitsmálun, auk þess sem krakkar úr félagsmiðstöðvunum selja kakó og vöfflur til styrktar Mæðrastyrksnefnd og
Fjölskylduhjálpinni.
Þarna gefst fólki tilvalið tækifæri til að mæta og skoða starfsemina í Rósenborg, skoða félagsmiðstöðina og styrkja
gott málefni í leiðinni.Þessi dagur, 3. desember, er líka fyrsti dagur í góðgerðarviku félagsmiðstöðvanna á Akureyri og
er ætlunin að styrkja Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp, sem fyrr segir.