Akureyringurinn og KA maðurinn, Jóhannes Valgeirsson milliríkjadómari, dæmdi í gær vináttulandsleik Finnlands og Ísraels sem fram fór
í Finnlandi. Jóhannes hefur verið að dæma vel í sumar í Landsbankadeild karla og verið einn besti dómari landsins, var hann m.a. valinn
besti dómari Landsbankadeildarinnar fyrstu sjö umferðanna