Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki KA/Þórs í handbolta kvenna. Jóhann gerir tveggja ára samning við félagið, en hann þjálfaði 3. flokk karla hjá KA sl. vetur og gerði þá að Íslandsmeisturum.
Engar breytingar hafa verið á leikmannahópi liðsins enn sem komið er. Erlingur Kristjánsson, formaður KA/Þórs, segir að búast megi þó við hreyfingum í leikmannamálum þegar nær dregur að hausti.
„Við vitum ekki nákvæmlega hvaða breytingar verða en þær verða einhverjar. Við erum að leita að erlendum leikmönnum til að styrkja liðið og svo má búast við að einhverjar eldri hætti,” segir Erlingur.