Á Heitum Fimmtudegi nr. 3 á Listasumri, þann 15. júlí, verða einstakir tónleikar í boði í Ketilhúsinu á Akureyri kl.
21.30. Þá flytja margrómaðir jazztónlistarmenn, þau Egill Ólafsson (söngur), Ragnheiður Gröndal (söngur), Kjartan Valdimarsson
(píanó), Sigurður Flosason (saxófónn og ýmis önnur blásturshljóðfæri) og Matthías Hemstock (slagverk),lög eftir
Sigurð Flosason við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, sem hverfast um íslensk eyðibýli.
Tónleikarnir bera heitið. "Það sem hverfur". Samnefndur geisladiskur með tónlistinni kom út fyrir síðustu jól og fékk
afbragðsgóða dóma.