U18 ára landslið karla í handknattleik dróst í D- riðil með Slóveníu, Sviss og Tékklandi í lokakeppni EM, sem fram fer í Svartfjallalandi í ágúst. Dregið var í riðla í Köln í Þýskalandi um helgina.Tvær efstu þjóðir hvers riðils komast áfram milliriðlakeppni um fyrstu átta sætin. Hin liðin keppa um sæti 9 til 16.
Þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, frá Akureyri Handboltafélagi, verða væntanlega með íslenska liðinu á EM en báðir spiluðu þeir stór hlutverki í undankeppninni.