Íris Guðmundsdóttir slasaðist á æfingu í Sviss

Íris Guðmundsdóttir landsliðskona í alpagreinum á skíðum, varð fyrir því óláni að slasast illa á hné á æfingu í Sass Fee í Sviss í gær. Íris var við stórsvigsæfingu þegar óhappið varð. Talið er að hún hafi skaddast á krossbandi, liðbandi og liðþófa. Íris er væntanleg til Kongsberg í Noregi á morgun þar sem hún mun fara í ítarlega skoðun hjá  lækni og mun þá koma í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.

 

Nýjast