Lögreglumenn frá Akureyri og sérsveit ríkislögreglustjóra leituðu svæðið til morguns en urðu einskis varir. Þoka var og lítið skyggni og gerði það leit erfiðari. Kl. 07:00 tilkynnti íbúi í Klettaborg, sem er nýlegt hverfi sunnan við Glerá, um að farið hefði verið inn í íbúðina í nótt. Í ljós kom að þar hafði verið farið inn meðan íbúar voru í fastasvefni og stolið þaðan fartölvu, myndavél og tveimur haglabyssum sem voru geymdar í byssuskáp í bílskúr. Lykillinn að byssuskápnum var geymdur í íbúðinni og höfðu þjófarnir notað hann til að opna byssuskápinn. Þá tóku þeir talsvert magn af skotfærum sem einnig voru geymd í skápnum. Líklegt er að þarna sé komin skýringin á skothvellunum í nótt. Einnig hafði verið farið inn í nokkra opna bíla í nágrenninu og rótað í þeim Lögreglan á Akureyri biður alla þá sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir frá miðnætti til kl. 03:00 að láta lögregluna vita í síma 4647700.