Ingvar Már Gíslason ráðinn aðstoðarþjálfari KA

Ingvar Már Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu karla. Samningur KA við Ingvar er til eins árs. Ingvar, sem er 34 ára, hefur á undanförnum árum leikið með Magna Grenivík og Dalvík/Reyni.

Það verður því alveg nýtt þjálfarateymi við stjórnvölinn hjá KA í 1. deildinni næsta sumar þar sem Dean Martin og Steingrímur Örn Eiðsson eru báðir horfnir á braut.

Nýjast