Ingi Freyr Hilmarsson samdi við Þór

Þórsarar eru farnir að styrkja sig fyrir slaginn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Fyrrum KA-maðurinn, Ingi Freyr Hilmarsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór.

Ingi Freyr er 23 ára og lék síðast í Noregi með Árdal í norsku 3. deildinni.Á sama tíma framlengdi Trausti Örn Þórðarson samning sinn við Þór.

Nýjast