Inga hefur gengt stöðu útibússtjóra Landsbankans á Ísafirði undangengin fimm ár en var áður fyrirtækjatengill útibúa á Norður- og Austurlandi í útlánamati Landsbankans með aðsetur á Akureyri, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Landsbankans í Reykjavík og afgreiðslustjóri Landsbankans á Kópaskeri. Inga var formaður ferðmálasamtaka á Norðausturlandi um hríð og hún hefur setið í Fagráði um atvinnuuppbyggingu kvenna á Vestfjörðum á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og verið í Framkvæmdaráði um Vaxtasamning Vestfjarða. Inga er í sambúð með Robert Boulter fiskeldisfræðingi og eiga þau tvö börn.