Fyrirtækið Valmenn ehf. átti næst lægsta tilboð í verkið, rúmar 69,1 milljón króna, eða 88,8% af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta tilboð átti SS Byggir, rúmlega 71 milljón króna, eða 91,2% af kostnaðaráætlun. Hin tilboðin fimm voru yfir kostnaðaráætlun.
Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:
1. SS Byggir
kr. 71.062.351.-
2. Valmenn ehf.
kr. 69.145.159.-
3. L&S Verktakar ehf.
kr. 79.651.677.-
4. Eykt ehf.
kr. 78.855.170.-
5. Tréverk ehf.
kr. 79.820.313.-
6. Virkni eignarhaldsfélag ehf.
kr. 79.869.757.-
7. Fjölnir ehf.
kr. 80.450.227.-
8. Byggingarfélagið Hyrna ehf.
kr. 68.599.153.-
Kostnaðaráætlun kr. 77.834.218.-
Verkið felst í að byggja austan megin við núverandi hús ÁTVR að Hólabraut16. Um er að ræða viðbyggingu sem er 7 x 18,06 m eða 126,42 m² að grunnfleti og er á tveimur hæðum nema 44,5 m² vörumóttaka sem er án milliplötu. Í viðbyggingunni verður lager, tóbaksafgreiðsla, salerni og skápar fyrir starfsfólk, sem og skrifstofa verslunarstjóra. Lyfta verður í viðbyggingunni og gengur lyftuhús upp úr þaki og stálhringstigi kemur á milli hæða. Þar sem lager verður norðan megin er ekki steypt milliplata. Nýbyggingin verður um 710 m³ og allt húsið þá 3.136 m³ og 969 m². Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júní 2011.