Hvanndalsbræður hafa verið á fullu í sumar að kynna nýjustu plötu sína sem kom út í lok maí og verða á endalausum þeytingi fram að áramótum. Hvanndalsbræður hafa verið að stíga mjög varlega inn á ballmarkaðinn undanfarið en hljómsveitin hefur bókað nokkur slík "gigg" á næstunni. Hvanndals munu þó aldeilis aldrei hætta tónleikaiðju sem bandið hefur hvað frægast fyrir. Fólk hefur tekið eftir því að Magni hefur mundað gítarinn með Hvanndals undanfarið og er það á meðan að Pétur Hvanndal nær sér góðum af brjósklosi sem hefur hrjáð hann undanfarið.