Hvanndalsbræður með nýtt lag

Hvanndalsbræður hafa sent frá sér nýjan singul af lagi sem heitir “Besservisser “ á allar útvarpsstöðvar en hljómsveitin hefur farið hamförum með lögin Gleði og glens, Fjólu og Vinsæll á þessu ári. Lögin Lala og vinkona hafa einnig ómað mikið. Ráðist verður í gerð myndbands við lagið og er það fyrsta myndbandið sem bandið sendir frá sér í núverandi mynd. Það mun að öllum líkindum verða tekið upp á Íslandi og eru menn þegar farnir að skoða aðstæður.  

Hvanndalsbræður hafa verið á fullu í sumar að kynna nýjustu plötu sína sem kom út í lok maí og verða á endalausum þeytingi fram að áramótum. Hvanndalsbræður hafa verið að stíga mjög varlega inn á ballmarkaðinn undanfarið en hljómsveitin hefur bókað nokkur slík "gigg" á næstunni. Hvanndals munu þó aldeilis aldrei hætta tónleikaiðju sem bandið hefur hvað frægast fyrir. Fólk hefur tekið eftir því að Magni hefur mundað gítarinn með Hvanndals undanfarið og er það á meðan að Pétur Hvanndal nær sér góðum af brjósklosi sem hefur hrjáð hann undanfarið.

Nýjast