"Hvað ætlaðir þú að verða?"

Ljósmyndasýning Ragnheiðar Arngrímsdóttur, "Hvað ætlaðir þú að verða?", verður haldinn á Ráðhústorgi 8.- 31. ágúst og er þetta liður af Listasumri Akureyrar 2008.

"Halló ég heiti Ragnheiður. Ég er að fara að undirbúa ljósmyndasýningu og langar að biðja þig um...”  "Já, en spennandi, hvernig get ég hjálpað til”. Svona lýsir Ragnheiður Arngrímsdóttir viðbrögðum Akureyringa þegar hún fór þess á leit að þeir deildu með henni framtíðarplönum sínum úr æsku.

Föstudaginn 8. ágúst verða svörin opinberuð á Ráðhústorgi.

Nýjast