Hugrún ráðin leikskólastjóri á Pálmholti

Hugrún Sigmundsdóttir settur leikskólastjóri hefur verið ráðin leikskólastjóri í Pálmholti á Akureyri. Á Pálmholti eru rými fyrir 56 börn á þremur deildum. Börnunum er skipt á deildir eftir aldri, og hvor deild skiptir börnunum í smærri hópa eftir aldri. Alls selur Pálmholt 448 klukkutíma á dag og eru  flest börnin í  8 tíma vistun. Nokkur börn eru 4-6 tíma á dag, en þó öll fyrir hádegi. Stöðugildi á Pálmholti eru 13,52, en það eru kennarar á deildum, matráðar og leikskólastjóri.

Nýjast