Hugin lagði Dalvík/Reyni að velli

Dalvík/Reynir tapaði sínum fyrsta leik í sumar í D- riðli 3. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu, er liðið lá gegn Hugin 4:5 á Seyðisfjarðarvelli sl. laugardag. Jack Hands skoraði tvívegis fyrir Hugin í leiknum og þeir Egill Þorsteinsson, Birgir Hákon Jóhannsson og Friðjón Gunnlaugsson eitt mark hver. Fyrir Dalvík/Reyni skoraði Jóhann Hilmar Hreiðarsson tvívegis, Viktor Már Jónasson skorað eitt mark og eitt markanna var sjálfsmark Hugins.

Þá gerði Magni góða ferð austur er liðið sótti Einherja heim á Vopnafjarðarvöll sl. laugardag. Magni vann leikinn 2:1 með mörkum frá þeim Lars Óla Jessen og Arnóri Agli Hallssyni. Þá tapaði Samherji 0:2 gegn Leikni F. þann sama dag. 

Nýjast