Uppfærð frétt
Búið er að færa aðra hraðahindrunina sem verið hefur í Gilinu upp á Þingvallastræði til móts við Sundlaug Akureyrar. Hin
hraðahindrunin var einnig tekin úr Gilinu enda voru þær settar þar vegna Bíladaga. Að sögn Helga Más Pálssonar hjá
Framkvæmdamiðstöð bæjarins hafa hraðahindranirnar verið notaðar til að mæla breytinar á umferðarmynstri og er hugmyndin að gera
það einnig á þessum nýja stað í tengslum við framkvæmdir sem þar eru að fara í gang.
Þess má geta að N1 mótið og Pollamótið eru framundan og þá er jafnan gríðarlega mikil umferð í kringum Sundlaugina.