Horfurnar góðar hjá sveita- hótelunum á Svalbarðsströnd

Fjöldi gistinótta á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði er kominn í tæplega 6.000 það sem af er ári, þar af voru rúmlega 3.200 í sumar. Örlítil fækkun gistinótta var yfir sumarið miðað við árið í 2007 en fjölgun á öðrum tímum árs. Að sögn Jónasar Halldórssonar, eins af eigendum hótelsins, eru horfurnar fyrir það sem eftir er þessa árs og það næsta góðar.  

„Það eru ágætis helgarbókanir hjá okkur og ýmislegt um að vera, má þar nefna að Jólahlaðborðin hefjast upp úr miðjum nóvember. Hótelið er svo vel bókað næsta sumar," sagði Jónas. Hann sagði lítið um útlendinga á ferð á þessum tíma árs, einn og einn kæmi öðru hverju en þó hafi hann orðið var við aukin áhuga útlendinga á að koma yfir jólin.

Á Hotel Natur á Þórisstöðum eru gistinæturnar alls 3.200 það sem af er þessu ári og þar af um 3.000 talsins í sumar, að sögn Stefáns Tryggvasonar eins af eigendum hótelsins. Þessi fjöldi gistinótta er nær 50% aukning frá árinu 2007 að sögn Stefáns.  Hann segir að veturinn á hótelinu sé rólegur enda hafi hann lítið farið í markaðssetningu á þeim tíma enn sem komið er. Hins vegar líti vel út með bókanir fyrir næsta sumar.

Nýjast