Hörður Fannar Sigþórsson, línumaðurinn sterki í liði Akureyrar, nær þeim áfanga í kvöld að spila 100. leik sinn fyrir félagið er liðið tekur á móti Aftureldingu í Íþróttahöllinni í N1-deild karla í handbolta kl. 19:00.
Hörður er fyrstur leikmanna liðsins sem nær þessum áfanga en liðið hefur leikið undir merkjum Akueyri Handboltafélags síðan árið 2006.