Blúsinn er í fyrsta sæti hjá Park Projekt og þegar kemur að eðalblús er Park Projekt í fyrsta sæti. Hljómsveitina skipa þeir Pálmi Gunnarsson (bassa), Birgir Baldursson (trommur), Kjartasn Valdimarsson (píanó) og Kristján Edelstein (gítar). Hrund Ósk er ung söngkona sem hefur þegar getið sér orðs fyrir áhrifamikinn og heillandi söng. Hún stundar nú framhaldsnám í söng erlendis og hefur vakið mikla athygli á sér fyrir þroskaðan og tiilfinningaríkan flutning á helstu blús- jazzperlum sögunnar.