KA tapaði sínum öðrum leik í röð á Íslandsmótinu í 1. deild karla í blaki er liðið lá á heimavelli í gær gegn HK, 2:3. HK vann fyrstu hrinuna 25:23 en KA næstu tvær, 25:18 og 25:16. HK jafnaði metin í 2:2 með sigri í fjórðu hrinu 25:23. Gestirnir tryggðu sér svo sigurinn með sigri í oddahrinunni, 15:12.
HK trónir því áfram á toppnum með 7 stig eftir fjóra leiki en KA hefur 4 stig í fjórða sæti eftir þrjá leiki.