Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá öllum fulltrúum í bæjarstjórn Akureyrar og lesin var upp á fundi bæjarstjórnar í gær. Þar segir ennfremur: Sveitarfélögin eru stór hluti af hagstjórninni í landinu og því ekki undanþegin þátttöku í þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að halda samfélaginu gangandi. Bæjarbúar eru fullvissaðir um að í því efni mun bæjarstjórn Akureyrar ekki skerast úr leik. Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Grunnstoðir bæjarfélagsins eru öflugar og vel í stakk búnar að taka á móti tímabundinni ágjöf. Samfélagið okkar er sterkt og saman munum við komast í gegnum þennan brimskafl, segir í yfirlýsingu bæjarstjórnar.