Hljómsveitin Túpilakar, sem skipuð er þeim Oddi Bjarna Þorkelssyni, Sigurði Illugasyni og Margréti Sverrisdóttur, kemur fram á tónleikum í Sæborg síðar um kvöldið. Einnig verður boðið upp á óvissuferðir fyrir bæði börn og fullorðna. Dagskrá laugardagsins er vegleg og af nógu að taka. Norðurskel mun hafa opið sædýrasafn og þar verða sýnd vinnubrögð við verkun á fiski. Einnig verður kajakaleiga í Sæborgarfjörunni, söngkeppni barna, ratleikur, vitaferðir og Íslandsmeistarmót í skeljakappáti, svo fátt eitt sé nefnt Kvöldvaka verður haldin á laugardagskvöldinu og varðeldur kveiktur kl. 23:00 þar sem Heimir Ingimarsson stjórnar fjöldasöng. Stormsveitin mun að lokum halda uppi fjörinu á dansleik í Sæborg.