„Það er auðvitað mjög mikilvægt að pestin verði gengin yfir með haustinu og þegar vetur gengur í garð," segir hún. Veiran sem veldur sýkingunni dregur mjög úr mótstöðuafli hrossanna og segir Elfa að dýralæknar séu að útbúa bóluefni til að örva myndun mótefna og að það komi vonandi á markað fyrir haustið. Þeir hestar sem verst hafa farið út úr pestinni hafa verið veikir í 12 til 14 vikur. Lítið hefur verið um dauðsföll að sögn Elfu vegna veikinnar, en folöld sem fæddust í vor urðu mörg hver mjög veik.
„Við erum að vona að það fari að lifna yfir hestamennskunni og ágúst verði nokkuð eðlilegur. Þannig stendur til að halda mót á Einarsstöðum í byrjun ágúst og Íslandsmót barna og unglinga á Blönduósi í kjölfarið."