Um verslunarmannahelgina, þann 31. júlí-1. ágúst, verða haldnir opnir Bjargarleikar að Björgum í Hörgárdal. Um er að ræða hestamannamót þar sem keppt verður í tölti í opnum flokki, fjórgangi í opnum flokki, fimmgangi í opnum flokki, 100 m skeið og í opnum flokki í tölti 15 ára og yngri.
Skráning á mótið sendist á viddioggolla@bjorg1.is og er síðasta skráningardagur á morgun, miðvikudag. Skráningargjald er 2000 krónur á fyrsta hest og 1000 krónur á þann næsta. Verð fyrir 15 ára og yngri er 1000 krónur. Frítt verður á tjaldstæði á svæðinu og verður boðið upp á grill og kvöldvöku í Bjargarhöllinni á laugardagskvöldið.