Helga Sigríður vakandi en ringluð eftir 12 daga svefn

Enn berast jákvæðar fréttir af Helgu Sigríði Sigurðardóttir, tólf ára stúlku frá Akureyri, sem dvelur á sjúkrahúsi í Gautaborg í Svíþjóð, eftir erfið veikindi. Faðir hennar, Sigurður Bjarnason, skrifar á Facebook í gærkvöld, að Helga sé vakandi en mjög ringluð, enda 12 daga svefn að baki. Það muni renna af henni hægt og rólega.  

Sigurður skrifar ennfremur að læknarnir í Gautaborg séu farnir að tala um að senda Helgu Sigríði heim á Landspítalann í Reykjavík. "Það er
hreint ótrúlegt miðað við  það sem undan er gengið. Þannig að við erum
...sennilega bara í Rvk um jól??"

Nýjast